Fréttir frá aðalfundi

Aðalfundur safnaðarins fór fram 12 maí í Kirkjubæ.
Eftir að skýrslur voru fluttar og reikningar lagðir fram og samþykktir kom að kjöri í stjórn safnaðarins.
Formaður, gjaldkeri og ritari voru endurkjörin einróma.
Hreggviður Daníelsson sem hefur setið í stjórn í rúm 20 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Þuríður Pálsdóttir kosin inn í stjórn í hans stað, Sigurjón og Guðrún Halla gáfu kost á sér áfram og voru endurkjörin einróma.
Ragnar K Kristjánsson og Bjarni Jónsson voru kosnir aftur sem skoðunarmenn reikninga og Hólmfríður Guðjónsdóttir sem varamaður

.

Stjórn safnaðarins 2013-2014 ásamt séra Pétri.

Safnaðarstjórn 13-14

Eiður Haraldsson formaður
Valdimar Ingi Þórarinsson gjalderi
Guðlaug Björnsdóttir ritari
Sigurjón Ívarsson
Guðrún Halla Benjamínsdóttir
Helga Hansdóttir
Laufey Waage
Örn Zebitz
Þuríður Pálsdóttir

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.