Miðvikudaginn 22. ágúst, eru allir hvattir til að mæta í Guðmundarlund með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna. Mæting er kl. 18.00 og eru næg bílastæði þarna. Grillaðar pylsur og fleira gotterí verður í boði safnaðarins ásamt drykkjum og séra Pétur mun stjórna fjöldasöng eins og honum einum er lagið. Guðmundarlundur er fyrir ofan Kórahverfið í Kópavogi og er farið upp með hesthúsabyggðinni, stefnið á Kórinn nýja íþróttahúsið en nánari lýsing fæst ef smellt er beint á viðburðinn hér til hægri á síðunni undir liðnum: Á döfinni. Sjá einnig, viðburður á vegg safnaðarins.
Gúllasguðþjónusta og skírn 24. júní kl.18:00
Sr. Pétur prédikar og þjónar fyrir altari.
Messugutti er Petra Jónsdóttir.
Saxafónleikarinn Joakim Berghall leikur í messunni.
Organisti er Árni Heiðar Karlsson, félagar úr Fjárlaganefnd leiða söng og svör undir hans stjórn.
Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.
Á eftir er gúllassúpa kr. 1000 og má svo fá sér eins oft og magamál leyfir eða meðan eitthvað er til í pottunum. Ekki posi á staðnum. Allir velkomnir!!
