Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og þakkir fyrir það liðna.

Jólahugleiðing  Davíðs Þórs Jónssonar sem hann flutti okkur á aðventukvöldinu er nú hægt að lesa hér á síðunni undir Greinar.
Endilega kíkið á.

Næsta guðsþjónusta verður 8. janúar kl. 14
og verður Möguleikhúsið með barnaleikritið Alli Nalli.
Raddbandafélagið  sér um tónlistina í messunni.
Séra Pétur þjónar fyrir altari og að lokinni messu er að venju boðið uppá veitingar.

Hvetjum foreldra/forráðamenn og aðra gesti  að koma með börnin, barnabörnin og frændsystkini og njótum þessa að sjá skemmtilegt leikrit með börnunum.

 

Aðventukvöld 11. desember

 Aðventukvöld / Endurkomukvöld

                               Sunnudaginn 11. desember og hefst kl. 20

Kór safnaðarins ásamt meðlimum úr kór Orkuveitu Reykjavíkur flytja aðventutónlist undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. 

Einnig syngur  Auður Gunnarsdóttir sópran nokkur lög.

Ræðumaður kvöldsins er Davíð Þór Jónsson guðfræðingur.

Í lokin verður kirkjan böðuð kertaljósum.

 Að lokinni dagskrá er gestum boðið í kaffi og smákökur.

 Allir velkomnir