Allar færslur eftir Guðni Björnsson

Lífslokamessa Péturs prests og vambmikill viðurgerningur

Síðasta messa séra Péturs Þorsteinssonar hjá Óháða söfnuðinum verður 11. maí kl. 14.00 og þjónar hann til altaris. Vegna þessara tímamóta verða bornar fram sérlegar veitingar eftir messu á báðum hæðum í Kirkjubæ og mun kirkjugestum þá bjóðast tækifæri til að kveðja prestinn sinn eftir „30 ára þrotlaust þróunarverkefni“ sem prestur Óháða safnaðarins.

Sunnudagsmessan á RÚV í kirkju Óháða safnaðarins

Sunnudaginn 11. maí nk. kl. 11.00 verður útvarpað messu frá kirkju Óháða safnaðarins, séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og predikar. Þetta er jafnframt síðasti messudagur séra Péturs en síðar um daginn, kl. 13.58 hefst svo lífslokamessa Péturs í Óháðu krikjunni.
Organisti í útvarpsmessunni er Matthías V. Baldursson sem einnig stjórnar Lögreglukórnum og Vox Gospel. Lesarar eru Drífa Nadía Thoroddsen og Inga Laufey Jóhannsdóttir.

Messuskráin er HÉR á vefsíðu RÚV 1