Allar færslur eftir Guðni Björnsson

Gúllasguðsþjónusta á annan í Hvítasunnu

Mánudaginn 9. júní n.k. kl. 18:00 verður gúllasmessa, séra Guðrún messar og kórinn okkar Vox gospel verður á sínum stað undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.

Sannkölluð tónlistartilhlökkun og veisluhöld en gúllassúpudiskurinn eftir messu verður seldur á 2500 kr. Verið öll velkomin.

Því miður erum við ekki með posa og því þarf að greiða með peningum.

Lífslokamessa Péturs prests og vambmikill viðurgerningur

Síðasta messa séra Péturs Þorsteinssonar hjá Óháða söfnuðinum verður 11. maí kl. 14.00 og þjónar hann til altaris. Vegna þessara tímamóta verða bornar fram sérlegar veitingar eftir messu á báðum hæðum í Kirkjubæ og mun kirkjugestum þá bjóðast tækifæri til að kveðja prestinn sinn eftir „30 ára þrotlaust þróunarverkefni“ sem prestur Óháða safnaðarins.