Sunnudaginn 13. okt kl. 14 höldum við kirkjudaginn hátíðlegan.
Fjölskyldumessa og kemur Einar Einstaki og sýnir okkur töfrabrögð.
Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Að lokinni messu mun kórinn standa fyrir kaffisölu.
Hlökkum til að sjá sem flesta og takið með ykkur gesti.
Allar færslur eftir Agust 1984
Tónlistarmessa og sverðagleypir.
Tónlistarmessa sunnudaginn 22. sept kl. 14.
Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar sem ásamt Þorgrími Jónssyni kontrabassaleikara og Scott McLemore trommuleikara sjá um undirleikinn.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og sverðagleypirinn og fjöllistamaðurinn Dan Meyer predikar og sýnir listir sínar.
Maul eftir messu og allir velkomnir.