Allar færslur eftir Agust 1984

Tónlistarmessa 13. september kl. 14:00

Barnastarfið hefst í messunni n.k. sunnudag og verður barnaleikritið „Ævintýri Jónatans og Pálu“ með stoppleikhópnum sýnt. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Kórinn leiðir sálmasöng undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar og með honum verða Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, og Scott McLemore á trommur . Skráveifan, Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum. Maul eftir messu.

Fjölskylduhátíð í Guðmundarlundi 19. ágúst

Guðmundarlundur er mjög fallegur skógræktarreitur í eigu Skógræktar Kópavogs og er hann fyrir ofan nýju hverfin í Kópavogi. Mæting er kl. 18.00 og eru næg bílastæði þarna.
Grillaðar pylsur verða í boði safnaðarins ásamt drykkjum og svo mun Séra Pétur stjórna fjöldasöng eins og honum einum er lagið.

Allir eru hvattir til að mæta með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna. Guðmundarlundur er fyrir ofan Kórahverfið í Kópavogi og er farið upp með hesthúsabyggðinni, stefnið á Kórinn nýja íþróttahúsið en nánari lýsing fæst ef smellt er beint á viðburðinn hér til hægri á síðunni undir liðnum: Á döfinni.