Dagskipt færslusafn: 22/10/2025

Jazzmessa 26. október

Sunnudaginn 26. október kl. 14 verður jazzmessa. Séra Guðrún þjónar fyrir altari og Vox gospel sér um tónlistina undir stjórn Matthíasar kórstjóra. Friðrik Karlsson verður sérstakur gestur og leikur á gítar.
Barnastarfið fyrir yngstu, fræðsla, leikir og söngur á meðan á messu stendur.
Kaffi að lokinni messu.

Verið öll velkomin, það jafnast ekkert á við jazz.