Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2017

Tregatrúartónlistarmessa sunnudaginn 22. janúar kl. 14:00

 
Þá er senn komið að hinni árlegu og sívinsælu blúsmessu.
 
Barnastarfið er á sínum stað.
Ræðumaður er Aðalsteinn Þorsteinsson.
Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og messugutti er Petra Jónsdóttir. Gunnar Guðnason tekur vel á móti öllum.
 
Blússveit Þollýjar sér um tónlistina í messunni.
Blússveitina skipa:
Þollý Rósmunds söngur
Friðrik Karlsson gítar
Jonni Richter bassi
Fúsi Óttars trommur
Sigurður Ingimarsson ryþmagítar.
 
Maul eftir messuna.
Allir velkomnir.

Guðsþjónusta og leikrit 8. janúar kl. 14:00

hansklaufistoppSr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari.   Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Stoppleikhópurinn sýnir leikritið um Hans klaufa.

Félagar úr Graduale Nobili leiða messusvör og sálmasöng undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Maul eftir messu.