Safnaðarstarf


Í kirkju Óháða safnaðarins er öflugt safnaðarstarf fyrir fólk á öllum aldri. Á heimasíðu kirkjunnar er að finna nánari upplýsingar.

Sjálfboðaliðar velkomnir

Langar þig til að leggja Óháða söfnuðinum lið, vera í góðum hópi og gera gagn?

Kirkjustarfið er að aukast og vex aðeins ef fleiri rétta hjálparhönd. Störfin eru margs konar. Sumir vilja útdeila sálmabókum, aðrir raða stólum í safnaðarheimili, sinna garðvinnu á kirkjulóðinni, leggja til blóm á altarið eða hjálpa til við barnastarfið.

Er eitthvað sem þú gætir hugsað þér að gera fyrir kirkjuna þína eða fólkið í söfnuðinum?

Sjálfboðin störf eru til við allra hæfi, líka þeirra sem eru á unglingsaldri.
Hafðu samband og ræddu við okkur.

12 sporin, andlegt ferðalag