Jól og áramót í Óháða söfnuðinum

Helgihald um jól og áramót í kirkjunni verður með hefðbundnu sniði í Óháða söfnuðinum.

Verða messur sem hér segir.

Aftansöngur Óháða safnaðarins verður á aðfangadag 24.12.2019 kl 18:00. Sr. Pétur þjónar fyrir altari og Óháði kórinn leiðir hátíðartón Sr. Bjarna undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Flutt verða lög af plötunni Hátíð fer að höndum ein fyrir messu. Kristín Anna Guðmundsdóttir sópran syngur einsöng.

Hátíðarguðsþjónusta verður í Óháða söfnuðnum á jóladag 25.12.2019 kl. 14;00. Sr. Pétur þjónar fyrir altari, Björg Valsdóttir formaður safnaðarstjórnar er ræðumaður dagsins og Óháði kórinn leiðir sálmasöng og hátíðartón Sr. Bjarna undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Nína Richter syngur einsöng við undirleik. Flutt verða af plötunni Hátíð fer að höndum ein.

Aftansöngur á gamlársdag 31.12.2019 kl 18:00. Sr. Pétur þjónar fyrir altari og Óháði kórinn leiðir sálmasöng og hátíðartón Sr. Bjarna undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Nína Richter syngur einsöng við undirleik Kristjáns Hrannars. Flutt verða lög af plötunni Hátíð fer að höndum ein.

Messugutti verður Petra Jónsdóttir og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti öllum í anddyri kirkjunnar allar hátíðarnar.

Deila