Endurkomukvöld Óháða safnaðarins

Endurkomukvöld í Óháða söfnuðinum

Endukomukvöld verður haldið 8. desember næst komandi í kirkju Óháða safnaðarins.

Ræðumaður kvöldsins er Þorgrímur Þráinsson og mun Óháði kórinn gefa forsmekkinn að jólatónleikunum og flytur lög af plötu 3 á palli, Hátíð fer að höndum ein.

Fermingarbörn færa okkur ljósið og eftir stundina býður safnaðarstjórnin upp á smákökusmakk og kaffi.

Við hlökkum til að sjá ykkur og njóta skemmtilegrar kvöldstundar saman á aðventunni og smakka á smákökunum í maulinu á eftir, allir hjartanlega velkomnir