Fjölskylduferð í Gufunes 21. ágúst kl. 18:00 (ath. breytt staðsetning)

Miðvikudaginn 21. ágúst, eru allir hvattir til að mæta í Gufunes með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna. Leikaðstaða fyrir börn er frábær, klifrugrind, rennubrautir og sandkassi.

Mæting er kl. 18.00 og boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki.

Séra Pétur og Kristján Hrannar kórstjóri stjórna síðan fjöldasöng eins og þeim einum er lagið.

Grillaðstaðan í Gufunesi er fyrir aftan Gufunesbæ, keyrt eftir Gullinbrú og beygt inn á Sorpuveg og þá aftur strax til vinstri í átt að Gufunesbæ. Hægt er að komast að lundinum á bílum en einnig eru næg bílastæði við Gufunesbæ. Nánari lýsing fæst ef smellt er beint á viðburðinn hér til hægri á síðunni undir liðnum: Á döfinni. Sjá einnig, viðburður á vegg safnaðarins.

Kort af Gufunesbæ: