Messa og barnastarf á sunnudaginn 12. maí

Messa verður sunnudaginn 12. maí 2019 kl. 14:00 í kirkju Óháða safnaðarins.

Sr. Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari og Óháði kórinn leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Tónlist dagsins verður smá upphitun fyrir Hammond tónleikana sem verða haldnir verða 24. maí næstkomandi. Hvetjum alla til að mæta og hlusta á okkar magnaða hammond sem fyllir kirkjuna af mikilli tónlist og gleði.

Messan er tileinkuð þeim sem hafa gengið inn í söfnuðinn á árinu og þeir boðnir velkomnir. Af því tilefni verður veglegt maul eftir messu þar sem við styrkjum samfélagið okkar.

Messugutti er Petra Jónsdóttir og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti öllum.


Deila