Jazz/Hammondmessa og barnastarf n.k. sunnudag 28. október kl. 14:00

Jazzmessa verður að vanda hjá söfnuðinum og nú með nýja Hamondinum okkar sem er talið vera eðal hljóðfæri.                          Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari og messugutti er Guðrún Halla Benjamínsdóttir. Óháði kórinn leiðir sönginn og syngur jazzaða sálma undir stjórn organista Óháða Kristjáns Hrannars Pálssonar. Einnig mun Óskar Kjartansson tromuleikari slá taktinn með kór og kórstjóra í messunni. Barnastarfið verður á sínum stað.

Maul verður eftir messu að vanda og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti öllum.

Hlökkum til að sjá sem flesta og njóta söngsins og samverunnar.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.