Miðvikudaginn 22. ágúst, eru allir hvattir til að mæta í Guðmundarlund með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna. Mæting er kl. 18.00 og eru næg bílastæði þarna. Grillaðar pylsur og fleira gotterí verður í boði safnaðarins ásamt drykkjum og séra Pétur mun stjórna fjöldasöng eins og honum einum er lagið. Guðmundarlundur er fyrir ofan Kórahverfið í Kópavogi og er farið upp með hesthúsabyggðinni, stefnið á Kórinn nýja íþróttahúsið en nánari lýsing fæst ef smellt er beint á viðburðinn hér til hægri á síðunni undir liðnum: Á döfinni. Sjá einnig, viðburður á vegg safnaðarins.
Kirkja Óháða Safnaðarins
Kirkjur gegn kynferðisofbeldi
Ýmsar kristnar kirkjur hafa í samstarfi samþykkt starfsreglur sem taka skýrt fram að kynferðisáreitni og kynferðisofbeldi er ekki liðið. Óháði söfnuðurinn er aðili að Fagráði og félagi um forvarnir gegn kynferðisbrotum. Sjá vef FUFFStreymisveita – Útfarir frá Óháða söfniðinum