Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2017

Fjölskylduguðsþjónusta og töfrabrögð 8. október kl. 14:00

Það verður eldmessa í töfrabrögðunum og styrktarkaffi á eftir. Eldklerkurinn, sr. Pétur, þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Félagar úr fjárlaganefnd leiða sönginn, svör og sálma, við undirleik organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Karlsson tekur vel á móti öllum.

Hlaðborð af alls kyns góðgæti á báðum hæðum í kaffinu á eftir til styrktar góðu málefni.  1500 rukkað fyrir alla eldri en 14 ára, 500 kr. fyrir yngri kynslóðina, frítt fyrir allra yngstu börnin. Aðgangur að hlaðborðum ótakmarkaður á meðan eitthvað er til og magamál leyfir. Hlökkum til að eiga stund með ykkur sem flestum.