Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og þakkir fyrir það liðna.

Jólahugleiðing  Davíðs Þórs Jónssonar sem hann flutti okkur á aðventukvöldinu er nú hægt að lesa hér á síðunni undir Greinar.
Endilega kíkið á.

Næsta guðsþjónusta verður 8. janúar kl. 14
og verður Möguleikhúsið með barnaleikritið Alli Nalli.
Raddbandafélagið  sér um tónlistina í messunni.
Séra Pétur þjónar fyrir altari og að lokinni messu er að venju boðið uppá veitingar.

Hvetjum foreldra/forráðamenn og aðra gesti  að koma með börnin, barnabörnin og frændsystkini og njótum þessa að sjá skemmtilegt leikrit með börnunum.

 

Deila