Fjölskylduhátíð / hoppukastalar og pylsupartý

Sunnudaginn 31. ágúst kl. 14 verður fjölskyldumessa, fyrsta messan eftir sumarfrí.
Séra Guðrún þjónar fyrir altari og Vox gospel sér um sönginn undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.

Eftir messu verður börnunum boðið að skemmta sér í hoppukastala og allir boðnir í pylsuveislu. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og sérstaklega börnin.

Innritun fermingarbarna er hafin


Öll börn sem skráð eru í Óháða söfnuðinn geta tekið fermingu í vor hvar sem þau búa. Þau börn sem staðsett eru á stór Reykjavíkursvæðinu mæta í kirkjuna okkar við Háteigsveg og taka þátt í fræðslunni þar. En í boði er að fá fermingarfræðslu á netinu í vetur og þau börn mæta svo í kirkjuna í vor til að taka fermingu.

Nánari tími og upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur haustinu.

Innritun í fermingarfræðslu í vetur er hafin og hægt að skrá á póstfang:
gudrun@ohadi.is

þar komi fram nafn:
kennitala barns:
netfang:

nöfn og sími forráðamanna: