Messa sunnudaginn 14. nóvember

Messa verður í kirkju Óháða safnaðarins sunnudaginn 14. nóvember kl. 14. Látinna verður minnst og mun séra Pétur lesa upp nöfn þeirra sem látist hafa á árinu og ættingjar hafa óskað eftir. Þeir sem vilja geta lagt blóm á altarið, sem síðar verða færð eldri safnaðarfélögum víða um borg og bý.

Séra Pétur Þorsteinsson þjónar, Krisján Hrannar sér um tónlist og kór. Barnastarfið og maulið á eftir messu verður á sínum stað.

Ólafur Kristjánsson mun að venju taka vel á móti kirkjugestum og Guðrún Halla verður meðhjálpari.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Messa sunnudaginn 14. nóvember

Samvera aldraðra 7. nóvember kl. 14

Samvera aldraðra verður í kirkju Óháða safnaðarins sunnudaginn 7. nóvember kl. 14.

Séra Pétur þjónar og Kammerhópur Dómkórsins syngur af sinni þekktu snilld og leiðir sálmasöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista.

Ólafur Kristjánsson mun taka á móti gestum. Kaffi eftir messu og allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Samvera aldraðra 7. nóvember kl. 14

Jazzmessa 24. október kl. 14

Close-up of piano keyboard. Close frontal view

Sunnudaginn 24. október kl. 14 verður jazzmessa, barnastarf og maul eftir messu. Pétur messar og Óháði kórinn frumflytur sér-útsetta jazzmessu eftir organistann Þórð Sigurðarson, sem mun jafnframt slást í hópinn og leika á flygilinn. Kristján Hrannar verður ásamt honum á hammondinum í rjúkandi sveiflu. Hlökkum til að sjá ykkur.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Jazzmessa 24. október kl. 14

Presverkin hjá okkur kosta ekkert

Eins og okkar safnaðarfólki er kunnugt þá höfum við í Óháða söfnuðinum aldrei rukkað safnaðarfélaga um prestverk.

Það getur munað miklu fyrir heimilin þegar ekki þarf að greiða sérstakt gjald fyrir fermingar, hjónavíxlu eða skírn.

Núna hefur farið fram mikil umræða um að söfnuðir þurfi einnig að rukka fyrir kistulagningu, útfarir og jarðsetningu duftkerja en eins og önnur prestverk hjá Óháða söfnuðinum þá eru þessi verk greidd til prestsins af safnaðargjöldum safnaðarins og því þurfa safnaðarfélagar okkar heldur ekki að greiða fyrir þau störf.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem vilja ganga til liðs við okkur, hjá okkur eru prestverkin safnaðarfélögum að kostnaðrlausu.

Hægt er að skrá sig í söfnuðinn hjá Þjóðskrá www.skra.is.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Presverkin hjá okkur kosta ekkert