Messur um páska

15. apríl kl. 20:30, verður kvöldvaka á föstudaginn langa. Séra Pétur þjónar fyrir altari, Kristján stýrir kórnum og ræðumaður er Elín Halldórsdóttir leikkona.

17. apríl kl. 8:00, á páskadagsmorgun verður balletttjáning í umsjón Karenar Emmu Þórisdóttur. Séra Pétur þjónar fyrir altari og aðstoðarkonsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Vera Panitch, leikur Vorið eftir Vivaldi á fiðlu við undirleik Kristjáns Hrannars organista. Óháði kórinn syngur hátíðartón Sr. Bjarna Þorsteinssonar og leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns. Heitt súkkulaði og brauðbollur eftir messu.

Posted in Fréttir | Comments Off on Messur um páska

Fermingarguðsþjónusta og barnastarf 10. apríl kl. 14

Sunnudaginn 10. apríl kl. 14:00 verður fermingarguðsþjónusta og barnastarf í Óháða söfnuðinum. Pétur þjónar fyrir atlari, Óháði kórinn leiðir messusöng og mun flytja lög eftir Foreigner og Blur í útsetningu Kristjáns Hrannars kórstjóra. Petra verður messugutti og Ólafur skráveifa.

Posted in Fréttir | Comments Off on Fermingarguðsþjónusta og barnastarf 10. apríl kl. 14

Aðalfundur Óháða safnaðarins 24. apríl kl. 15:15

Við minnum á aðalfund Óháða safnaðarins sem haldinn verður eftir messu og maul þann 24. apríl kl. 15:15 í safnaðarheimilinu.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Fundur settur
 2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og lögð fram til samþykktar
 4. Skýrsla formanns
 5. Skýrsla gjaldkera
 6. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
 7. Lagabreytingar
 8. Kosning formanns, ritara og gjaldkera
 9. Kosning þriggja stjórnarmanna
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanns
 11. Önnur mál
 12. Fundi slitið
Posted in Fréttir | Comments Off on Aðalfundur Óháða safnaðarins 24. apríl kl. 15:15

Fermingarguðsþjónusta og barnastarf 27. mars

Sunnudaginn 27. mars kl. 14:00 verður fermingarguðsþjónusta og barnastarf í Óháða söfnuðinum. Pétur þjónar fyrir atlari, Óháði kórinn leiðir messusöng og mun frumflytja lög eftir Foreigner og Blur í útsetningu Kristjáns Hrannars kórstjóra. Petra verður messugutti og Ólafur skráveifa.

Posted in Fréttir | Comments Off on Fermingarguðsþjónusta og barnastarf 27. mars