Messa 23. ágúst kl. 20:00

Kæru safnaðarfélagar, því miður sjáum við okkur knúin til að fella niður fyrsta viðburð vetrarins, grillið í Gufunesi, sem var á dagskrá í næstu viku. Aftur á móti verður fyrirbænaguðsþjónusta í kirkjunni þann 23. ágúst kl. 20:00 og okkur hlakkar til að hitta ykkur aftur eftir sumarið. Allir eru velkomnir með þeim varnagla þó að fjöldinn má ekki fara yfir 100 manns svo hægt sé að tryggja tveggja metra regluna á milli manna sem ekki tilheyra sömu fjölskyldu.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Messa 23. ágúst kl. 20:00

Gúllasguðsþjónusta í dag

Hin árlega gúllasguðsþjónusta verður í dag 14. júní kl. 18. Eftir messu verður boðið upp á gúllassúpu, 1500 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Hjartanlega velkomin.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Gúllasguðsþjónusta í dag

Notaleg stund í kirkjunni í kvöld

Það var notaleg stund í kirkjunni í kvöld þegar Pétur messaði og Unnur Sara Eldjárn söng nokkur lög við undirleik Kristjáns kórstjóra. Kórinn var á sínum stað og svo var auðvitað maul eftir messu með kleinum og súkkulaðiköku. Takk öll fyrir komuna og sjáumst í gúllasmessunni 14. júní kl. 18:00.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Notaleg stund í kirkjunni í kvöld

Kvöldmessa í dag kl. 20:00, annan í hvítasunnu

Hvítasunnan er kirkjuhátíð sem hefst sjöunda sunnudag eftir páska til minningar um að stofnuð var kristin kirkja og heilagur andi kom yfir postulana. Í fornu máli var orðið hvítadagar notað um sunnudaginn og vikuna þar á eftir en sunnudagurinn nefndur hvítadrottinsdagurhvítasunnudagur eða drottinsdagur í hvítadögum.

Ýmiss konar hjátrú tengist hvítasunnudegi, m.a. að þann dag sé ekki ráðlegt að leggja sig þar sem slen muni þá fylgja út árið. Aðeins á hvítasunnudag mun rjúpan óhult fyrir fálkanum.

Af vef Stofnunar Árna Magnússonar 1. júní 2020.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Kvöldmessa í dag kl. 20:00, annan í hvítasunnu