Messa, barnastarf og aðalfundu 13. september kl. 14

Uppskerumessa, barnastarf og aðlafundur safnaðarins á eftir messu, sunnudaginn 13. september kl. 14. Stoppleikhópurinn mætir og sýnir leikritið Ósýnilegi vinurinn og Gunnar verður með barnastarfið. Hlökkum til að sjá ykkur.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Messa, barnastarf og aðalfundu 13. september kl. 14

Uppskerumessa og aðalfundur 13. september

13 september er uppskerumessa og aðalfundur safnaðarins eftir messu.
Við bjóðum börnin velkomin í barnastarfið.

Dagskrá aðalfundar:
1.) Fundur settur
2.) Kjör fundarstjóra og fundarritara
3.) Fundargerð síðasta aðalfundar
4.) Skýrsla formanns
5.) Skýrsla gjaldkera
6.) Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
7.) Lagabreytingar
8.) Kosning formanns, ritara og gjaldkera
9.) Kosning þriggja stjórnarmanna
10.) Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanns
11.) Önnur mál
12.) Fundi slitið

Posted in Uncategorized | Comments Off on Uppskerumessa og aðalfundur 13. september

Messa 23. ágúst kl. 20:00

Kæru safnaðarfélagar, því miður sjáum við okkur knúin til að fella niður fyrsta viðburð vetrarins, grillið í Gufunesi, sem var á dagskrá í næstu viku. Aftur á móti verður fyrirbænaguðsþjónusta í kirkjunni þann 23. ágúst kl. 20:00 og okkur hlakkar til að hitta ykkur aftur eftir sumarið. Allir eru velkomnir með þeim varnagla þó að fjöldinn má ekki fara yfir 100 manns svo hægt sé að tryggja tveggja metra regluna á milli manna sem ekki tilheyra sömu fjölskyldu.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Messa 23. ágúst kl. 20:00

Gúllasguðsþjónusta í dag

Hin árlega gúllasguðsþjónusta verður í dag 14. júní kl. 18. Eftir messu verður boðið upp á gúllassúpu, 1500 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Hjartanlega velkomin.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Gúllasguðsþjónusta í dag