Aðalfundur Óháða safnaðarins

Á aðalfundi safnaðarins 23. apríl 2023 var kosin ný stjórn.

Björg Valsdóttir safnaðarformaður, Ólafur K. Ragnarsson gjaldkeri, GuðlauBjörnsdóttir ritari, Guðjón Pétur Ólafsson, Ingibjörg G. Björnsdóttir, Guðni Björnsson, Bjarnar Kristjánsson, Ingibjörg Björnsdóttir og Ómar Örn Pálsson eru meðstjórnendur.

Fyrir fundinn var haldin þjóðbúninga- og þjóðlagamessa þar sem sönghópurinn á loftinu tók lagið, kærar þakkir fyrir það.

Messa og aðalfundur 23. apríl

Sunnudaginn 23. apríl kl. 14 verður þjóðlaga- og þjóðbúningamessa hjá Óháða söfnuðinum og maul eftir messu. Við hvetjum ykkur öll sem getið til að mæta í þjóðbúningum.
Séra Pétur þjónar fyrir altari og Ættjarðarkórinn mun mæta í þjóðlegum klæðnaði, syngja ættjarðarlög og leiða þjóðlegan sálmasöng.
Eftir messu og maul verður aðalfundur safnaðarins haldinn í félagsheimili kirkjunnar.

Verið öll velkomin.