Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Messur um jól og áramót

Aftansöngur verður á aðfangadag kl. 18.00, hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14.00 og aftansöngur á gamlársdag kl. 18.00. Séra Pétur Þorsteinsson prédikar, Matthías V. Baldursson stýrir tónlistinni og Drifa Nadia Thoroddsen verður með einsöng á aðfangadag og gamlársdag. Ræðumaður á jóladag er Ármann Reynisson vinjeturithöfundur og presturinn stígur í stólinn á gamlársdag.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum komuna í kirkjuna á liðnu ári. Megi Guð gefa ykkur öllum gæfuríkt nýtt ár og ljúfar samverustundir í kirkjunni á komandi ári.

Öll hjartanlega velkomin.