Dagskipt færslusafn: 13/04/2022

Messur um páska

15. apríl kl. 20:30, verður kvöldvaka á föstudaginn langa. Séra Pétur þjónar fyrir altari, Kristján stýrir kórnum og ræðumaður er Elín Halldórsdóttir leikkona.

17. apríl kl. 8:00, á páskadagsmorgun verður balletttjáning í umsjón Karenar Emmu Þórisdóttur. Séra Pétur þjónar fyrir altari og aðstoðarkonsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Vera Panitch, leikur Vorið eftir Vivaldi á fiðlu við undirleik Kristjáns Hrannars organista. Óháði kórinn syngur hátíðartón Sr. Bjarna Þorsteinssonar og leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns. Heitt súkkulaði og brauðbollur eftir messu.