Dagskipt færslusafn: 25/12/2020

Hátíðarmessa á jóladag

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samfylgdina á þessu krefjandi ári sem nú er að líða og vonumst til að sjá ykkur aftur í kirkjunni sem allra fyrst, þegar sóttvarnarreglur leyfa.

Hátíðarmessur um jól og áramót 2020 eru rafrænar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og 10 manna samkomubanns. Við erum þakklát fyrir tæknina og reynum að gera það besta úr aðstæðum.

Rafrænu messurnar eru:
Aftansöngur á aðfangadag, 24. desember 2020
Hátíðarmessa á jóladag, 25. desember 2020
Hátíðarmessa á gamlársdag, 31. desember 2020

Hér er upptaka frá hátíðarmessu í Óháða söfnuðinum á jóladag. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Kristján Hrannar Pálsson organisti sér um tónlistina. Óháði kvartettinn syngur og Petra Jónsdóttir aðstoðar við messuhald.