Dagskipt færslusafn: 03/12/2020

Barnabók um stofnfélaga Óháða safnaðarins

Bókin Fríða og Ingi bróðir eftir Steindór Ívarsson kom út nýlega. Bókin fjallar um systkinin Fríðu og Inga en foreldrar þeirra Þórarinn Jónsson, sem lengi var
dyravörður kirkjunnar, og kona hans Guðrún Kristín Sigurjónsdóttir, sem var virk í kvenfélagi kirkjunnar, eru stofnfélagar Óháða safnaðarins.

Ingi er betur þekktur sem Valdimar Ingi Þórarinsson en hann starfaði lengi sem gjaldkeri safnaðarins og Fríða sem Hólmfríður Þórarinsdóttir en hún hefur bakað ófáar hnallþórur fyrir ýmsar uppákomur í kirkjunni.

Bókin gerist árið 1950 í Reykjavík og er ríkulega myndskreytt í anda þess tíma af kanadíska listamanninum Vajihe Golmazari . Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bókina geta sent skilaboð á steindor.ivarsson@gmail.com eða haft samband í síma 6636266.