Dagskipt færslusafn: 22/05/2020

Göngumessa 23. maí kl. 9:00

Eftir messu í kirkjunni verður safnast saman í bíla í Mörkinni 6 og brottför þaðan kl. 10:00.

Við munum ganga meðfram Soginu en fallegur skógarstígur liggur meðfram Soginu, greiðfær en aðeins hæðóttur. Þegar komið er að Álftavatni blasir fögur útsjón við yfir vatnið og við gefum okkur smá stund til að njóta. Leiðin til baka liggur gegnum skóginn, en þar er greiðfær ruddur slóði. Tími á röltinu er tæpar tvær klukkustundir. Ekki er mikið um mjúkar setur á þessari leið, þannig að við stefnum á að fá okkur kaffi og með því á veitingasölunni Þrastarlundi þar sem hver greiðir fyrir sig. Þar er falleg og rúmgóð verönd og við getum látið fara vel um okkur þar og virt 2 metra regluna.

Það eru Hornstrandarfarar sem leiða gönguna eins og áður.