Galdramessa og Kaffisala Óháða kórsins 13. október

Næstkomandi sunnudag verður Galdramessa í Óháða söfnuðinum og kaffisala Óháða kórsins strax eftir messu. Ætlar Séra Pétur Þorsteinsson að segja okkur söguna um pelíkanann og blóðfórnina sem hann færði fyrir unga sína.

Organisti verður Svetlana Veshchagina og mun Óháði kórinn syngja í messunni. Eftir messu mun svo kórinn safna fyrir starfi sínu í vetur og verður sér veglegt kirkjukaffi sem kórinn mun baka fyrir messuna.

Messugutti verður Gunnar Guðnason og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti fólki í andyri Kirkjunnar.

Deila