Dagskipt færslusafn: 12/04/2019

Páskar í Óháða söfnuðinum

Dymbilvika og páskar eru á næsta leiti og munum við í kirkju Óháða safnaðarins fagna því hátíðlega að vanda. Við byrjum með fermingaguðsþjónustu á sunnudaginn kemur (14.4.).Á föstudaginn langa er kvöldvaka (19.4) þar sem Hannes Guðrúnarson ætlar að flytja okkur píslasöguna.  Morgunmessa er svo á páskadag þar sem við bjóðum upp á brauðbollur og heitt súkkulaði eftir messuna.

Kristján Hrannar kórstjóri og Óháði kórinn bjóða upp á veglegan tónlistarflutning yfir hátíðina í kirkjunni með nýtt og gamalt efni og Hlín Leifsdóttir sópransöngkona flytur okkur Bach á föstudaginn langa og á páskadag.

Hlökkum til að sjá ykkur í Óháðu kirkjunni yfir páskahátíðarnar.

Hér er svo smá fróðleikur um upphaf páskahátíðarinnar.

Lesa Fróðleik um páska