Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2019

60 ára vígsluafmæli í Óháða söfnuðinum

Afmælis fagnaður á sunnudaginn kl 14:00

Óháði söfnuðurinn heldur upp á 60 ára vígsluafmæli næsta sunnudag 28. apríl. Af því tilefni verður tilraunamessa hjá okkur og barnastarf í kirkjunni. Allir hjartanlega velkomnir og viðamikill viðurgerningur í maulinu á eftir. 

Sr. Pétur Þorsteinsson mun predika og þjóna fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir.  Katrín Arndísardóttir tekur lög með Trúbrot ásamt Óháða kórnum og hljómsveit undir stjórn Kristjáns Hrannars. Kristín Aldís Markúsdóttir syngur einsöng. 

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum við kirkjudyrnar.

Páskar í Óháða söfnuðinum

Dymbilvika og páskar eru á næsta leiti og munum við í kirkju Óháða safnaðarins fagna því hátíðlega að vanda. Við byrjum með fermingaguðsþjónustu á sunnudaginn kemur (14.4.).Á föstudaginn langa er kvöldvaka (19.4) þar sem Hannes Guðrúnarson ætlar að flytja okkur píslasöguna.  Morgunmessa er svo á páskadag þar sem við bjóðum upp á brauðbollur og heitt súkkulaði eftir messuna.

Kristján Hrannar kórstjóri og Óháði kórinn bjóða upp á veglegan tónlistarflutning yfir hátíðina í kirkjunni með nýtt og gamalt efni og Hlín Leifsdóttir sópransöngkona flytur okkur Bach á föstudaginn langa og á páskadag.

Hlökkum til að sjá ykkur í Óháðu kirkjunni yfir páskahátíðarnar.

Hér er svo smá fróðleikur um upphaf páskahátíðarinnar.

Lesa Fróðleik um páska