Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2018

Tilraunamessa og barnastarf 22. apríl kl.14:00

Nýlega stofnaður Óháði kórinn mun leiða söng og svör í messunni og flytja efni eftir Kristján Hrannar undir hans stjórn.

Sr. Pétur predikar og þjónar fyrir altari.

Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Sem forspil og eftirspil ætlar Kristján Hrannar að spinna verk af fingrum fram á flygilinn. Þau nefnast Gráður og fjalla um loftslagsbreytirngar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Minnum á aðalfund safnaðarins eftir messuna og maulið. Hlökkum til að eiga stund með ykkur. Stjórnin.

Batamessa aprílmánaðar 2018 verður 15. apríl, kl. 17.00 í Kirkju Óháða safnaðarins

Vinir í bata í Óháða söfnuðinum ásamt hópnum í Guðríðarkirkju sameinast um þessa batamessu.

Það eru allir velkomnir í batamessu og um að gera að bjóða með sér þeim sem okkur þykir vænt um og þeim sem gætu þurft á sporunum að halda til að kynna starfið fyrir þeim. Við eigum nokkra vitnisburði um fólk sem kom í batamessu og ákvað þar og þá að drífa sig í sporin.

Það er líka gott fyrir okkur sem erum að vinna sporin að koma og njóta og hvíla í umgjörð messunnar. Það er gott 11. spor.

Vinir í bata Guðríðarkirkju og í Óháða söfnuðinum taka vel á móti okkur og bjóða upp á hressingu eftir messuna áður en við byrjum aðalfundinn kl. 19.00.

Sjáumst í batamessu sunnudaginn 15. apríl.

Með kveðju Elín Margrét