Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2017

Gúllasguðsþjónusta sunnudaginn 25. júní kl. 18:00

Athugið breyttan messutíma!
Sr. Pétur prédikar og þjónar fyrir altari.
Messugutti er Petra Jónsdóttir.
Félagar úr Graduale Nobili leiða söng og svör undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar.
Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.
Á eftir messuna er gúllassúpa kr. 1000 fyrir 14 ára og eldri, 500 kr. fyrir 6-14 ára og frítt fyrir yngri en sex. Það má svo fá sér eins oft og magamál leyfir eða meðan eitthvað er til í pottunum.
Allir velkomnir!

Gönguguðsþjónusta 10. júní kl. 9:00

Sr. Pétur þjónar fyrir altari og meðlimir úr Graduale Nobili syngja undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar.  Ólafur Kristjnsson tekur á móti kirkju-gestum.

Sérstök skilaboð frá stjórn Hornstrandafara varðandi gönguna:

Þeir sem ætla í gönguna á eftir safnast saman í Mörkinni 6 kl. 10:00.
Að þessu sinni verður gengið í Andakíl í Borgarfirði undir leiðsögn heimamanns. Ekið verður upp að Hesti í Andakíl, en þar er rekið ríkisbú fyrir rollur.

a) Gengið út með Hesthálsinum og upp á Hestfjallið að norðanverðu. Farið verður niður af fjallinu að sunnanverðu og gengið í gegnum lönd Mið–Fossa og Syðstu-Fossa að Andakílsárvirkjun – einni mest afskrifuðu virkjun í landinu. Þetta svæði hefur verið mikið í fréttum undanfarið.

b) Einnig er hægt að ganga meðfram fjallinu þ.e. láglendisgöngu og að Mið–Fossum.

Gangan tekur um 4 til 5 tíma.

Síðan er stefnan tekin á Hreppslaug og þar tekur við pottasull og spjall. En áður má búast við óvæntri uppákomu !

Eftir það liggur leiðin í Sumarbúðir í Ölveri en þar verður snæddur tveggja rétta kvöldverður.

Verð mun ráðast af þátttöku og getur verið á bilinu 6500.- – 7500.- kr. (20 manns) og greiðist að venju í reiðufé.

Vinasamlega tilkynnið þátttöku í göngunni með því að senda póst á netfangið: gmg@ormstunga.is