Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2017

Fermingarguðsþjónusta og barnastarf á sama tíma

Sunnudaginn 26. mars kl. 14:00

Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari.
Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Fermdar verða:

Guðrún Brynjólfsdóttir, Galtalæk II, 301 Akranesi.
og Ólöf Lilja Baldursdóttir, Bogabraut 960, 235 Reykjanesbæ.
Félagar úr Graduale Nobili leiða söng og messusvör undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar.
Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Allir velkomnir að taka þátt í þessari stund með fermingarsystrunum.

Fjölskyldumessa og töfrabrögð 12 mars kl. 14:00

Prestur sr. Pétur Þorsteinsson. Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Graduale Nobili leiðir sálmasönginn undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar.

Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum.
Eftir messuna verður veglegt kaffihlaðborð á báðum hæðum. Tekið verður á móti frjálsum framlögum og mun innkoman renna öll í Bjargarsjóð sem er líknarsjóður safnaðarins.
Allir hjartanlega velkomnir.