Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2015

Fjölskylduhátíð í Guðmundarlundi 19. ágúst

Guðmundarlundur er mjög fallegur skógræktarreitur í eigu Skógræktar Kópavogs og er hann fyrir ofan nýju hverfin í Kópavogi. Mæting er kl. 18.00 og eru næg bílastæði þarna.
Grillaðar pylsur verða í boði safnaðarins ásamt drykkjum og svo mun Séra Pétur stjórna fjöldasöng eins og honum einum er lagið.

Allir eru hvattir til að mæta með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna. Guðmundarlundur er fyrir ofan Kórahverfið í Kópavogi og er farið upp með hesthúsabyggðinni, stefnið á Kórinn nýja íþróttahúsið en nánari lýsing fæst ef smellt er beint á viðburðinn hér til hægri á síðunni undir liðnum: Á döfinni.

Safnaðarfréttir á pdf-formi

Nú styttist í að haustdagskráin hefjist með hinni árlegu fjölskylduferð í Guðmundarlund þann 19. ágúst n.k.  Safnaðarblaðið ætti líka að fara að skila sér inn á heimili safnaðarmeðlima. En nú þegar er hægt að nálgast það, skoða og lesa með því að smella á Dagskrá í svörtu línunni hér að ofan, velja: „Fréttablað óháðasafnaðarins 2015-2016“ og smella svo á linkinn sem þá kemur upp.