Aðventukvöld – endurkomukvöld

aðventukransAðventukvöld – Endurkomukvöld
Sunnudaginn 7. desember kl. 20.00

Ræðumaður kvöldsins er Kristín Steinsdóttir rithöfundur.
Kór Óháða safnaðarins og Karlakórinn Stefnir  flytja okkur jólalög undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari leikur nokkur lög og ásamt  Árna Heiðari spila þau fyrir okkur í upphafi kvölds.
Fermingarbörn munu svo færa okkur ljósið.

Eftir stundina í kirkjunni býður safnaðarstjórnin upp á kaffi og smákökur í safnaðarsölum Kirkjubæjar.

Við hlökkum til að sjá ykkur og njóta skemmtilegrar kvöldstundar saman á aðventunni.

Deila